Starahreiður fjarlægð
Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl til síðla júní.
Fjöldi eggja er um 4-6 stk. Liggur á eggjum í ca. 13-14 daga og ungatími um 21 dagar. Æskilegt er að eitra og fjarlægja hreiður til að sporna við því að fló (Ceratophyylus gallinae) berist inn til fólks.
Einnig er nauðsynlegt að vanda vel til verks og loka fyrir inngönguleiðir sem oftast vilja vera í opnum rýmum undir þakskeggjum. Ef eingöngu sé lokað fyrir inngönguleið fuglsins að hreiðrinu er nokkuð víst að hann finni sér aðra inngönguleið í nálægð upprunalegs hreiðurstæðis.
Starinn á það til að verpa tvisvar sinnum á sumri og ekki skal fjarlægja hreiður fyrr en fullvissa er um að fuglinn hafi yfirgefið hreiðrið en annars er ráðlagt að fjarlægja hreiður frá ágúst/september til lok mars þar sem hann er friðaður samkvæmt lögum.
Starinn hóf að verpa í Hornafirði um 1940 og í Reykjavík 1960. Hann hefur breiðst hægt út þaðan og verpir nú í flestum landshlutum þó svo að mest sé um hann á Suðvesturlandi. Talið er að stofnstærð sé um 10.000 varppör.